Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn

Hjörvar varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn sem getur kallað sig …
Hjörvar varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn sem getur kallað sig „certified cicerone“. Þann titil hljóta þeir sem ljúka öðru stigi af fjórum í fræðunum hjá alþjóðlegu vottunarfyrirtæki. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er eins konar þekkingarvottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára barþjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu.

Hjörvar varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn sem getur kallað sig „certified cicerone“. Þann titil hljóta þeir sem ljúka öðru stigi af fjórum í fræðunum hjá alþjóðlegu vottunarfyrirtæki. Eftir langan og strangan undirbúning gekkst Hjörvar undir fjögurra klukkustunda próf í Stokkhólmi og stóðst það með ágætum.

„Fyrst er þriggja tíma skriflegt próf þar sem þú þarft til dæmis að geta borið kennsl á 72 mismunandi bjórstíla. Svo kemur smakkkafli þar sem maður þarf að þekkja spillibragð í bjór. Það er mjög praktískt, maður þarf að þekkja þetta í bjórbransanum. En þetta var djöfullega erfitt próf og á að vera það,“ segir Hjörvar.

Nánar er rætt við hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert