Gunni og Felix fremstir í flokki

„Við erum fyrsti bíll og við erum mjög stoltir af því!” segir Gunnar Helgason alveg einstaklega hýr í bragði við Hallgrímskirkju efst á Skólavörðustíg. Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla.

„Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda. Það er það sem við erum og það er það sem mannkynið á að vera!” segir Gunni. Löng lest vörubíla er í þann mund að hefja gleðigöngu niður Skólavörðustíginn og það er mergjuð stemning á upphitunarvöllunum.

Lestin nær langt aftur fyrir Hallgrímskirkju. „Þetta verður bara alveg geggjað,” segir Gunnar. Gleðigangan fer nú niður Skólavörðustíginn og alla leið niður í Hljómskálagarð. Allt er að fyllast af fólki.

Attachment: "Gunni og Felix í góðum gír" nr. 11198

Gleðin er allráðandi á Gunna og Felix vagninum, sem fer …
Gleðin er allráðandi á Gunna og Felix vagninum, sem fer fremstur í flokki í Gleðigöngu dagsins. mbl.is/Snorri
Allt er að fyllast af fólki! Gangan er farin af …
Allt er að fyllast af fólki! Gangan er farin af stað og það er blíðviðri. mbl.is/Snorri
mbl.is