Ruslatunnur í Vestmannaeyjum gæddar lífi

Ísabella Tórshamar, 19 ára Vestmanneyingur, hefur nýtt sköpunargleðina í sumar …
Ísabella Tórshamar, 19 ára Vestmanneyingur, hefur nýtt sköpunargleðina í sumar og myndskreytt ruslatunnur bæjarinst með líflegum furðuverum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Litríkar furðuverður hafa lífgað upp á ruslatunnur í Vestmannaeyjum í sumar. Frænkurnar Ísabella Tórshamar og Guðný Tórshamar standa á bakvið listaverkin, sem hafa vakið mikla athygli meðal bæjarbúa og ferðamanna. 

„Okkur langaði að skreyta bæinn aðeins og gera hann líflegri og litríkari og ákváðum að byrja á ruslatunnunum. Það er kannski aðeins skemmtilegra að sjá þetta en þessar grænu venjulegu tunnur,“ segir Ísabella í samtali við mbl.is. Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri hjá Vestmannaeyjabæ, vissi af hæfileikum Ísabellu og hafði milligöngu um verkefnið. 

Ísabella sækir innblástur í ævintýri, dýr, skrípafígúrur og skrímsli og …
Ísabella sækir innblástur í ævintýri, dýr, skrípafígúrur og skrímsli og sé hún fyrir sér að vinna frekar með fígúrurnar sem prýða ruslatunnurnar. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Furðu- og ævintýraverur af ýmsu tagi prýða sjö ruslatunnur í bænum og hafa viðbrögð bæjarbúa, og ekki síst ferðamanna, verið góð. Bæjaryfirvöld eru einnig mjög ánægð með framtakið og til stendur að útfæra verkefnið enn frekar. „Það væri mjög stórt skref að fá að mála veggi, en annars væri ég til í að mála fleiri litla hluti, eins og tunnur og umferðareyjur,“ segir Ísabella. 

Furðu- og ævintýraverur af ýmsu tagi prýða sjö ruslatunnur í …
Furðu- og ævintýraverur af ýmsu tagi prýða sjö ruslatunnur í bænum og hafa viðbrögð bæjarbúa, og ekki síst ferðamanna, verið góð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Stórkostlegt að fá borgað fyrir ruslatunnumálun

Ísabella, sem er 19 ára, hefur haft gaman af því að teikna og skapa frá því að hún man eftir sér. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Samhliða ruslatunnumáluninni starfar Ísabella sem pizzabakari á 900 Grillhúsi í bænum. „En ég lít eiginlega ekki á ruslatunnurnar sem vinnu, þó að ég fái laun frá bænum fyrir að mála, mér finnst bara stórkostlegt að ég fái borgað fyrir þetta.“

Ísabella sækir innblástur í ævintýri, dýr, skrípafígúrur og skrímsli og sé hún fyrir sér að vinna frekar með fígúrurnar sem prýða ruslatunnurnar. Þá stefnir hún á listnám í framtíðinni. „Ég stefni á það eftir áramót að fara í skóla þar sem ég get verið á listalínu.“ 

Uppátækið hefur vakið lukku hjá heimamönnum jafnt sem ferðamönnum.
Uppátækið hefur vakið lukku hjá heimamönnum jafnt sem ferðamönnum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ísabella, sem er 19 ára, stefnir á listnám í framtíðinni. …
Ísabella, sem er 19 ára, stefnir á listnám í framtíðinni. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert