Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Íslensk kona var handtekin í grennd við Prikið fyrir að …
Íslensk kona var handtekin í grennd við Prikið fyrir að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. mbl.is/Árni Sæberg

Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Samtök sem hún er hluti af, Black & Pink Iceland, eru róttæk hinseginsamtök sem mótmæla því hvernig lögreglan „bleikþvær“ stofnun sína með því að vera viðstödd Hinsegin daga og viðburði þeirra, eins og Gleðigönguna.

Hún var handtekin fyrir utan Prikið, færð í bíl niður á lögreglustöð á Hverfisgötu en er samkvæmt heimildum mbl.is laus núna.

Í frétt mbl.is áðan var haft eftir lögreglu að konan hefði verið að mótmæla göngunni sem slíkri en réttara er að hún hafi verið að mótmæla þátttöku lögreglu í Gleðigöngunni, viðveru þeirra almennt, sem samtökin telja ekki í takt við baráttu hinsegin fólks fyrir frelsi. Fólk sem er þessarar skoðunar hefur farið þess á leit við aðstandendur Hinsegin daga að afþökkuð sé þátttaka lögreglunnar í Gleðigöngunni. Við því hefur ekki verið orðið, enda ólíklegt að leyfi fengist til slíks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert