Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Það var á Glerárgötu rétt norðan við Sjallann á Akureyri, …
Það var á Glerárgötu rétt norðan við Sjallann á Akureyri, sem fólksbíll keyrði á tvo menn og hund. mbl.is/Þorgeir

Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að hafa orðið fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri skömmu fyrir klukkan sex í dag. Annar þeirra var gangandi og hinn á hjóli. Einnig varð hundur annars þeirra fyrir bílnum.

Ekki er vitað um ástand þeirra með nákvæmni en staðfest er að annar þeirra var með meðvitund þegar viðbragðsaðila bar að.

Það var fólksbíll sem keyrði á mennina og ökumaður hans var ómeiddur. Lögreglan girti af svæðið til rannsóknar og var það lokað í um tvær klukkustundir. Nú er Glerárgata öll opin.

Fréttinni hefur verið breytt frá því að hún birtist fyrst. 

mbl.is