„Aðkoman var leiðinleg“

Ljósmynd/Aðsend

„Aðkoman var leiðinleg í morgun,“ segir Hjördís Guðrún Ólafsdóttir leikskólastjóri á Krakkakoti á Álftanesi í Garðabæ. Veggjakrot er víða á leikskólabyggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Krotað hefur verið bæði á veggi og rúður skólans. 

Lögreglunni var tilkynnt um veggjakrotið sem rannsakar málið. Mögulega hefur eitthvert myndefni af verknaðinum náðst á myndbandsupptökur sem lögreglan skoðar, að sögn Hjördísar.

Hjördís segist aldrei hafa lent í því að leikskóli, þar sem hún starfar, hafi orðið fyrir viðlíka skemmdum. Starfsmenn Garðabæjar muni reyna að þrífa veggjakrotið af byggingunni fljótlega. 

Þeir sem búa yfir einhverjum upplýsingum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. 

Fjölmargar myndir voru krotaðar á skólann.
Fjölmargar myndir voru krotaðar á skólann. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Fjólublátt krot er á rúðum skólans.
Fjólublátt krot er á rúðum skólans. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is