Bílvelta á Akureyri

Bílveltan varð um þrjúleytið í dag.
Bílveltan varð um þrjúleytið í dag. Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson

Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.

Fólksbíll á leiðinni vestur Furuvelli keyrði þá í hliðina á öðrum bíl sem var að aka norður Hvannavelli, sem valt í kjölfarið.

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var enginn fluttur á slysadeild. Einn var í bílnum sem valt en tveir í hinum.

mbl.is