Blæddi mikið eftir árás

Bráðamóttakan.
Bráðamóttakan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Konan sem sló manninn í höfuðið gistir fangageymslur lögreglunnar en árásin átti sér stað í Hafnarfirði. 

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um umferðarslys á Suðurlandsvegi við Rauðhóla um 20:30 í gærkvöldi en þar hafði bifreið farið út af og oltið. Ökumaðurinn er mikið slasaður og var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttökuna.  Loka þurfti veginum meðan unnið var á vettvangi.  Ekki er vitað frekar um meiðsl ökumannsins að því er segir í dagbók lögreglunnar.

 

 

mbl.is