Farvegur Dragár þornaði upp í sumar

Ekki hefur rignt að ráði síðan 15. maí. Davíð Pétursson …
Ekki hefur rignt að ráði síðan 15. maí. Davíð Pétursson á Grund man ekki til þess að Dragá hafi áður þornað. Ljósmynd/Pétur Davíðsson

Dragá í Skorradal, milli Litlu- og Stóru Drageyrar hefur þornað upp í sumar en á svæðinu hefur varla rignt síðan um miðjan maí að sögn Péturs Davíðssonar á Grund 2 í Skorradal.

„Það hefur tvisvar komið smárigning. Það rétt bleytti á. Hér hefur ekki rignt af og til eins og í bænum,“ segir hann.

Faðir Péturs er Davíð Pétursson á Grund í Skorradal. „Hann man ekki eftir því að áin hafi verið þurr áður. Hún fær vatn úr Skarðsheiðinni, úr Villingadalnum. Það segir sína sögu að þetta sé allt orðið svo þurrt að snjóbráðnunin nær ekki einu sinni að koma niður.“

Að sögn Péturs hefur þetta valdið því að vel hefur þurft að fara með vatn í nágrenninu. „Hér hefur verið vatnsskortur á sumum stöðum og þurft að fara vel með vatn,“ segir Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »