Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Jón Hjartarson kann vel við sig á rakarastofunni við Kirkjubrautina …
Jón Hjartarson kann vel við sig á rakarastofunni við Kirkjubrautina og segir gestum sögur. mbl.is/RAX

Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla.

„Það eru engin plön um að fara að hætta en ég geri mér grein fyrir því að ég hrekk einhvern tíma upp af standinum,“ segir meistarinn.

Foreldrar Jóns brugðu búi á Snæfellsnesi og fluttu til Akraness þegar hann var 12 ára. Skömmu síðar fór hann að huga að framtíðarvinnu. „Ég leitaði til dæmis til rafvirkja en þar var bið eftir plássum,“ rifjar hann upp. Hann var sendill í kaupfélaginu, þegar hann fór 14 ára gamall í klippingu til Geirlaugs Kristjáns Árnasonar. Ég spurði hann hvort hann tæki nema og hann sagðist vera að hugsa um það. Spurði mig á móti hvort ég hefði áhuga og þegar ég játti því var það ákveðið og ég byrjaði að læra hjá honum fyrir tæplega 70 árum. Þegar Ari Guðjónsson fór héðan tók ég við stólnum hans og hef verið hér síðan.“

Sjá samtal við Jón í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »