Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

Katrín Jakobsdóttir tók á móti Antti Rinne í ráðherrabústaðnum við …
Katrín Jakobsdóttir tók á móti Antti Rinne í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum.

Fundurinn var haldinn í tengslum við sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst formlega á morgun, en Katrín og Rinne ræddu sérstaklega um formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu og málefni norðurslóða og þróun mála í Evrópusambandinu þar sem Finnar fara með formennsku í leiðtogaráði ESB seinni hluta þessa árs.

Rinne og Katrín takast í hendur.
Rinne og Katrín takast í hendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna verður meðal annars fjallað um samnorrænar aðgerðir Norðurlandanna á sviði loftslagsmála og umhverfismála almennt, nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu 10 ára, málefni norðurslóða, stöðu mannréttindamála, þ.m.t. jafnréttismála, stöðu alþjóðamála og öryggismál.

Slegið á létta strengi í ráðherrabústaðnum.
Slegið á létta strengi í ráðherrabústaðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is