Mest ávöxtun á Vestfjörðum

Talsverður munur er á ávöxtun leiguíbúða milli landshluta.
Talsverður munur er á ávöxtun leiguíbúða milli landshluta. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%.

Þá er slík ávöxtun 10,1% á Norðurlandi án Akureyrar og 8,6 % í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á ársyfirliti sem birt er á vef Þjóðskrár Íslands. Minnst er ávöxtunin í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi, en þar er hún 6%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ef litið er til útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er fyrirtæki er ávöxtunin einnig mest á Vestfjörðum þar sem hún nemur 15,9% og næstmest er ávöxtunin í slíkum tilfellum á Norðurlandi án Akureyrar þar sem hún er 12,4%. Þá er hún 8,2% í Vestmannaeyjum, 8,1% á Suðurlandi án Selfoss og 8% í Breiðholti. Minnsta ávöxtun þriggja herbergja íbúðar í eigu fyrirtækja er á Akranesi þar sem hún nemur 5,7%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert