Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður.
Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Þyrlan var komin á vettvang klukkan rétt rúmlega fjögur og flutti einn slasaðan til Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður, en þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan fimm. Vísir greindi fyrst frá. 

mbl.is