Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld. mbl.is/Jón Pétur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld.  

Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um hálfellefuleytið í kvöld.

Landhelgisgæslan hafði engar frekari upplýsingar um atvikið í samtali við mbl.is. 

mbl.is