Sýna sagnaarfinum ræktarsemi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti …
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti klipptu á borða í Kakalaskála er sýningin var opnuð í gær að viðstöddu fjölmenni. Hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir halda í borðann, en þau hafa byggt upp menningartengda ferðaþjónustu á staðnum mbl.is/Björn Jóhann

„Ég óska ábúendum hér, Sigurði Hansen og fjölskyldu allri, hjartanlega til hamingju með staðinn, sem er svo glæsilegur, að sýna sögu okkar og sagnaarfinum þessa ræktarsemi. Við megum vera stolt en þeirra er heiðurinn fyrst og fremst,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er hann ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra opnaði í gær list- og sögusýningu í Kakalaskála í Skagafirði, sem byggist á sögu Þórðar kakala, oddvita Sturlunga.

Sigurður Hansen á Kringlumýri hefur ásamt konu sinni, Maríu Guðmundsdóttur, og fjölskyldu byggt upp menningartengda ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á Haugsnesbardaga 1246 og sviðsetningu hans. Á sýningunni eru verk 14 listamanna frá 10 þjóðlöndum, sem dvöldu þarna í sumar við að búa til verk er túlka sögu Þórðar kakala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »