Tafir vegna opinberra heimsókna

mbl.is/Eggert

Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar er meðal annars átt við opinbera heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er hér stödd í tilefni sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna.

Lögreglan biður vegfarendur um að sýna þolinmæði og tillitssemi.

mbl.is