Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Arboristar eru vel búnir til klifurs og þjálfaðir til að ...
Arboristar eru vel búnir til klifurs og þjálfaðir til að snyrta og höggva niður há tré slysalaust. Brátt verður hægt að læra fagið hér á landi. Ljósmynd/Safe Climbing

Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Er námið liður í Erasmus+ verkefninu „Safe Climbing“ og er unnið í samstarfi við Kaupmannahafnarháskóla.

Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari og verkefnastjóri Erasmus+ verkefnisins. Hún sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður 22. ágúst en þar verður m.a. kynnt ný námskrá fyrir Trjáfræði.

„Þetta er fólk sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur umhirðu trjáa og fellingu þeirra. Þetta eru trjáklifrarar að atvinnu,“ segir Ágústa spurð hvað það feli í sér að vera arboristi.

Féll úr tré og hélt á keðjusög

Segir hún slys vegna trjáklifurs vera algeng og að það sé ein ástæðan fyrir verkefninu, en Félag skrúðgarðyrkjumeistara hafði upphaflega samband við Landbúnaðarháskólann vegna slysa á félagsmönnum sem höfðu verið að vinna í trjám. Alvarlegasta slysið varð á manni sem hélt á keðjusög og féll úr tré með þeim afleiðingum að hann hlaut örorku. Segir Ágústa að einstaklingurinn hafi verið heppinn að lifa af fallið, en hann lenti ofan á keðjusöginni sem var enn í gangi.

„Það er bara tímaspursmál hvenær það verður banaslys því það hefur orðið fjöldinn allur af slæmum slysum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með því að beita réttum aðferðum,“ segir hún.

Fréttina í heild má lesa í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »