16 sektir á sjö árum

Fjölmiðlanefnd hefur gefið út sextán sektir frá því hún tók …
Fjölmiðlanefnd hefur gefið út sextán sektir frá því hún tók til starfa.

Fjölmiðlanefnd hefur lagt á sextán stjórnvaldssektir frá því að hún var stofnuð árið 2011. Þær sektir eru allar frá árunum 2013 til 2018 og námu þær samtals 10,1 milljón króna. Þar af námu sektir 365 miðla um 45% sektarfjár tímabilsins eða 4,5 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins.

Þar kemur einnig fram að fjöldi stjórnvaldssekta 365 miðla voru fimm talsins sem er sami fjöldi og Ríkisútvarpið hlaut, en Ríkisútvarpið greiddi 2,6 milljónir í sekt í kjölfar ákvarðanna fjölmiðlanefndar.

Hringbraut hlaut einnig fimm stjórnvaldssektir sem samtals námu 2,25 milljónum króna. Vekur athygli að fjölmiðillinn fékk eina sekt árið 2017 og fjórar sektir í fyrra. DV fékk eina sekt á tímabilinu og var gert að greiða 750 þúsund krónur árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert