Blaðamannafundur hafinn í Viðey

Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafinn í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni, enda Danmörk og Finnland sem sjá um þeirra mál.

Angela Merkel Þýskalandskanslari flytur ávarp og Katrín Jakobsdóttir líka. Fjölmiðlar hverrar þjóðar fyrir sig fá eina spurningu, sem sagt Ísland eina, Þýskaland aðra, Danir þriðju og svo framvegis.

Viðbúnaður er verulegur, tugir fjölmiðlamanna eru á staðnum, einkar margir frá Þýskalandi, jafnt frá ríkissjónvarpinu þar sem blöðunum. Vopnaðir verðir eru þá ófáir, enda allir norrænu ráðherrarnir með slíka á sínum snærum. Sprengjuleitarhundar frá Landhelgisgæslunni tóku stöðuna á fjölmiðlaferjunni áður en hún lagði úr höfn.

Viðbúnaður vegna blaðamannafundarins er verulegur. Tugir fjölmiðlamanna eru á staðnum, …
Viðbúnaður vegna blaðamannafundarins er verulegur. Tugir fjölmiðlamanna eru á staðnum, einkar margir frá Þýskalandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar Færeyinga, Álandseyinga og Grænlendinga á þessum fundi norrænna leiðtoga voru sendir á Reykjanes í heimsókn til fyrirtækja ýmissa á meðan Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar fóru að hitta Merkel í Viðey. Á sama tíma hafa makar allra ráðamannanna verið á ferð og flugi í dagskrá í dag, enda þarf að hafa ofan af fyrir þeim eins og öðrum. Allir hittast í hátíðarkvöldverði í kvöld.

Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er að hefjast …
Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er að hefjast í Viðeyjarstofu í Viðey. mbl.is/Snorri Másson
Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í gær.
Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is