Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

Að sögn Valgarðs eru borgaralegar handtökur ekki sérlega algengar hér …
Að sögn Valgarðs eru borgaralegar handtökur ekki sérlega algengar hér á landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku.

Valgarður Valgarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við mbl.is, en manninum var haldið þar til lögregla kom á staðinn og færði hann í fangageymslu. DV greindi fyrst frá.

Að sögn Valgarðs eru borgaralegar handtökur ekki sérlega algengar hér á landi, en þær eru heimilaðar í lögum um meðferð sakamála.

Maðurinn er nú vistaður í fangageymslu og er þess beðið að ástand hans verði nægilega gott til þess að hægt sé að taka af honum skýrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert