Fast gjald 324% hærra en notkunin

Þægindin kosta heimilið sitt.
Þægindin kosta heimilið sitt. mbl.is/ÞÖK

Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári.

Þetta kemur fram á reikningi sem Morgunblaðið fékk frá íbúa í einu húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum, sem selja rafmagnið, er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvernig uppbygging rafmagnstaflna er í hverju húsi. En hver tenging til almennrar notkunar kostar 35,65 krónur með virðisaukaskatti á dag. Þessari fjárhæð er ætlað að standa undir kostnaði við mæli, almenna umsjón með tengingunni og reikningagerð.

Í svari Veitna kemur fram að húsráðendur geti losnað við mæla með því að tengja inn á aðra mæla eins og henti hverjum og einum. Löggiltan rafvirkja þurfi til þess að gera breytingar á töflu og skila mæli til Veitna.

Að sögn Veitna skiptist verðskrá hennar í marga ólíka taxta en fast gjald nemur um 15 til 18% af heildartekjum rafveitu. Misjöfn notkun rafmagns milli mánaða getur breytt hlutfallinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »