Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort einhverju hafi verið stolið eða hvort einhver sé grunaður um verknaðinn.

Einnig barst lögreglu tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum í, en þaðan hafði verið stolið fartölvu. 

Rétt fyrir klukkan átta í morgun barst lögreglu svo tilkynning um árekstur í Hafnarfirðinum, en þaðan þurfti að fjarlægja bíl með krók.

mbl.is