Líður illa vegna eldanna

Íbúar fylgjast úr fjarska með skógareldunum á Gran Canaria í …
Íbúar fylgjast úr fjarska með skógareldunum á Gran Canaria í gær. AFP

„Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“

Þetta segir Birgitta Ósk Pétursdóttir, fararstjóri hjá Vita, í Morgunblaðinu í dag, en hún býr á Gran Canaria, einni Kanaríeyjanna. Gróðureldarnir þar virðast nú stjórnlausir.

Birgitta segir að fólk hafi verið í áfalli út af fyrsta gróðurbrunanum sem talið hafi verið að væri sá stærsti sem kviknað gæti. Áfallið sé því meira þegar nýir eldar og enn stærri geisi.

Birgitta býr á suðurhluta eyjarinnar þar sem flest hótelin og ferðamennirnir eru. Hún segir þó að eldarnir sjáist frá þjóðvegum á kvöldin og slökkvistarfið fari ekki fram hjá nokkrum manni því þyrlur séu í stöðugum flutningum með vatn frá ströndinni.

Yfir 8.000 íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín og einhver hús hafa brunnið en ekki er vitað um slys á fólki. Eldurinn hefur farið yfir um sex þúsund hektara svæði og hefur meðal annars náð inn í þjóðgarða og ógnar náttúruverndarsvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »