Nágranni bjargaði íbúðinni

Nágranni kom til bjargar þegar rekur barst úr potti í …
Nágranni kom til bjargar þegar rekur barst úr potti í íbúðinni. mbl.is/Þorgeir

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri í samtali við mbl.is.

Þá var það góðum nágranna að þakka að skemmdir urðu minniháttar, en nágranninn tók eftir reyknum og fór inn í íbúðina og kom pottinum út. „Þannig að þegar við komum á staðinn fórum við bara í það að reykræsta íbúðina,“ útskýrir varðstjórinn.

mbl.is