Rok og rigning á morgun

Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Austlægar áttir og skýjað að mestu sunnan- og austanlands í dag og á morgun, en bjartara yfir vestan og norðvestan til. Hiti 8 til 15 stig að deginum, en 9 til 17 stig á morgun, hlýjast á Vesturlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Búast má við hvössum vindi, allt að 20 m/s, með suðurströndinni seint í kvöld og á morgun. Ökumenn á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru hvattir til að fara með gát og fylgjast með veðri,“ segir í athugasemd á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Austan og suðaustan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Skýjað að mestu og lítils háttar úrkoma sunnan til en bjart að mestu norðan- og norðvestanlands. Fer að rigna um sunnan- og suðaustanvert landið í kvöld. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast vestan til. Hlýnar lítillega á morgun.

Á miðvikudag:

Austan 3-10 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Skýjað með köflum, og rigning syðst á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands. 

Á fimmtudag:
Fremur hæg austanátt. Dálítil rigning austan til á landinu en bjartviðri vestanlands. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag:
Hæg austlæg átt, en 5-10 m/s á annesjum nyrst. Lítils háttar rigning eða súld norðan og austan til, en stöku skúrir um landið suðvestanvert. Hiti 10 til 15 stig. 

Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Stöku skúrir suðvestan- og vestanlands og fer að rigna austan til um kvöld. Áfram svipaður hiti. 

Á sunnudag:
Suðaustlæg átt og skýjað með köflum. Hvessir og fer að rigna sunnan til þegar líður á daginn, en annars staðar þurrt að mestu. Hiti 8 til 13 stig. 

Á mánudag:
Útlit fyrir ákveðna suðaustlæga eða austlæga átt og rigningu í öllum landshlutum, en talsverða rigningu suðaustanlands. Hiti breytist lítið.

mbl.is