Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

Spánarsnigill í garði í Hnífsdal.
Spánarsnigill í garði í Hnífsdal.

Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

„Ég hef aðeins frétt af spánarsniglum í Hveragerði, annars hefur lítið borið á þeim. Þeir þurfa vætu. Nú er allt orðið skrælþurrt og erfitt fyrir snigla,“ segir Erling í Morgunblaðinu í dag.

Hann á þó ekki von á að spánarsniglarnir deyi alveg út því þeir hafa fest sig vel í sessi í Hveragerði. Þar er alltaf rakur jarðvegur vegna sífellds rakauppstreymis úr jörðinni.

Lúsmýið kláraði sig upp úr miðjum júlí og gekk því vel að ljúka sínu hlutverki. Það var lengur að því í fyrrasumar. Nú eru lirfur einhvers staðar í uppeldi og enginn veit hvar því lífshættir lúsmýs eru óþekktir. „Það eina sem við vitum er að það bítur okkur,“ segir Erling.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert