Ásteytingarsteinninn kominn í farveg

Björn Snæbjörnsson formaður SGS og Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS saman …
Björn Snæbjörnsson formaður SGS og Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS saman í húsakynnum ríkissáttasemjara. mbl.is/Hari

Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Sambands íslenskra komu til saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS segir hægt hafi verið að byrja að ræða málin, nú þegar stóra deilumálið á milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna, jöfnun lífeyrisréttinda, er komið í hendur Félagsdóms.

„Sá stóri ásteytingarsteinn er kominn í farveg, þannig að aðilar voru sammála um að þá væri hægt að ræða um önnur atriði. Við fórum yfir þau svona í grófum dráttum í dag,“ segir Flosi í samtali við mbl.is.

Hann segir annan fund vera skipulagðan í Karphúsinu næsta miðvikudag og svo verður vinnufundur á fimmtudeginum þar á eftir. „Nú ætla menn bara að einhenda sér í að ná saman um öll önnur atriði,“ segir Flosi, sem segir jafnframt að báðir aðilar hafi lagt áherslu á það að Félagsdómur skili niðurstöðu sinni um jöfnun lífeyrisréttinda eins fljótt og auðið er. Ekki liggur fyrir hvenær það verður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert