Engu barni á að líða svona

Langir biðlistar eru eftir greiningu á ADHD.
Langir biðlistar eru eftir greiningu á ADHD.

„Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir Agnes Barkardóttir, móðir sjö ára drengs sem beðið hefur eftir greiningu í tvö ár.

Greining barnataugasjúkdómalæknis var ekki tekin gild og þurfti að byrja ferlið upp á nýtt þegar drengurinn átti að byrja í skóla. Agnes segir erfitt að fá hvorki svör né verkfæri til þess að bregðast við hegðun sonar síns. En verra sé það fyrir soninn, sem sé klár strákur og fái ekki þá hjálp sem hann þarf á að halda.

Halldór Halldórsson, Arnar Breki Halldórsson og Agnes Barkardóttir.
Halldór Halldórsson, Arnar Breki Halldórsson og Agnes Barkardóttir.

„Það er rosalegur léttir að fá greiningu. Nú er hann ekki lengur óþekka barnið og við ekki vanhæfir foreldrar. Nú vitum við af hverju drengurinn hagar sér eins og hann gerir og af hverju við getum ekki haft stjórn á honum,“ segir móðir fjögurra og hálfs árs drengs sem greindur var með ADHD á einkastofu.

Foreldrar barnsins, sem vilja ekki koma fram undir nafni, fengu upplýsingar um að það gæti tekið allt að eitt og hálft ár að fá greiningu á Þroska- og hegðunarstöð. Þau vildu ekki að drengurinn hæfi skólaferilinn án greiningar og gæti ekki notið fyrsta skólaársins eða þyrfti að upplifa sig öðruvísi eða heimskan og lögðu því út 170.000 krónur fyrir greininguna hjá einkaaðilum.

Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt frá því að hún birtist fyrst. Nánar má lesa um þetta mál á bls. 6 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert