Fær ekki að áfrýja málinu

Hæstiréttur Íslands neitaði að taka mál mannsins fyrir.
Hæstiréttur Íslands neitaði að taka mál mannsins fyrir. mbl.is/Golli

Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir kynferðislega áreitni í Landsrétti í vor, fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili, fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag.

Maður­inn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa af­klætt sig og lagst nak­inn upp í rúm til kon­unn­ar, eft­ir að hún hafði látið und­an þrá­beiðni hans um að fá að nudda á henni bakið, en hátt­sem­in hafði verið í óþökk henn­ar og var hún að mati Landsréttar til þess fall­in að valda henni ótta.

Maður­inn var 42 ára þegar brotið var framið en kon­an 18 ára. Hún var þá nýráðin til starfa og stödd ein með ákærða á gisti­heim­ili sem hann rak á af­skekkt­um stað. Maðurinn var dæmdur til þess að greiða konunni 350.000 kr. í skaðabætur.

Í málskotsbeiðninni kemur fram að maðurinn teldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan, þar sem við úrlausn málsins hefði verið litið framhjá því skilyrði að háttsemi sem væki ótta brotaþolti talist gæti á þeim grunni kynferðisleg árenti, þyrfti að fela í sér stöðugt áreiti sem nálgaðist einelti.

Á þetta féllst Hæstiréttur ekki og því stendur dómur Landsréttar yfir manninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert