Húsnæði lögreglu sagt ófullnægjandi

Handtaka. Málefni lögreglu og aðbúnaður eru reglulega til umræðu.
Handtaka. Málefni lögreglu og aðbúnaður eru reglulega til umræðu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Húsnæði lögreglunnar í Neskaupstað er algjörlega ófullnægjandi, enda um að ræða íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum og það hentar því alls ekki þessari starfsemi.“

Þetta segir Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, í samtali við Morgunblaðið, en ráðið lýsir yfir furðu sinni á viðbrögðum embættismanna úr dómsmálaráðuneytinu við eftirfylgni sveitarfélagsins vegna bágrar húsnæðisstöðu lögreglunnar.

Um langt skeið hefur sveitarfélagið, í samstarfi við lögreglustjórann á Austurlandi, rætt við ráðuneytið um þá þörf að flytja lögregluna í Neskaupstað í annað og hentugra húsnæði þar sem núverandi húsnæði uppfyllir illa hlutverk sitt sem lögreglustöð. „Hefur þessi umleitan engan árangur borið hvorki í samskiptum við ráðherra dómsmála né þingmenn kjördæmisins og helst að skilja í þessum samskiptum að horft sé til þess að fækka frekar lögreglustöðvum en hitt,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »