Innkaupalistar heyra sögunni til

Skólatöskur, nestisbox, sundpokar, brúsar og ritföng eru meðal þess sem …
Skólatöskur, nestisbox, sundpokar, brúsar og ritföng eru meðal þess sem fjárfest er í fyrir skólaveturinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár.

Þær gefa grófa mynd af þeim barnahópi sem vafalaust er hvað spenntastur að mæta í skólann. Undanfarin ár hafa 4.200-4.900 börn verið í hverjum árgangi og skarinn allur verið u.þ.b. 42-46 þúsund. Hið sama verður upp á teningnum í ár samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

4.011 nemendur sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, en þeir fá allir skólavist. Þessi hópur er 95% þeirra sem luku grunnskóla á síðasta skólaári.

Sífellt fleiri sveitarfélög hafa á undanförnum árum ákveðið að bjóða grunnskólabörnum ritföng og pappír endurgjaldslaust. Á síðustu árum hefur Velferðarvaktin staðið fyrir könnunum meðal sveitarfélaga um þetta og síðasta haust voru svörin á þann veg að málið var talið „í höfn“. Þá svöruðu sveitarfélög þar sem 99% grunnskólabarna bjuggu því að þau myndu á síðasta skólaári útvega nemunum ritföng og pappír, að því er segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert