Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

Vinna er hafin við fjórða áfanga rammaáætlunar.
Vinna er hafin við fjórða áfanga rammaáætlunar. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Henni skal fylgja lýsing á fyrirhugaðri virkjun, áætlaðri staðsetningu, mannvirkjum og öðrum framkvæmdum sem henni tengjast., auk mats á stofn- og rekstrarkostnaði eftir því sem kostur er. Orkustofnun fer yfir hvort hugmyndir eru nægilega vel skilgreindar og sendir þær áfram til verkefnisstjórnar, sé svo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert