Skjálfti upp á 3,5 stig

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig reið yfir í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 2:42 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa og lítið hefur borið á eftirskjálftavirkni.

mbl.is