Tveir á slysadeild eftir árekstur

mbl.is/Eggert

Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla við gatnamót Lyngáss og Lækjarfitjar í Garðabæ upp úr klukkan 21 í kvöld.

Annar bíllinn endaði á ljósastaur og sprungu loftpúðar í báðum bílunum.

Aðeins ökumennirnir voru í bílunum og að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki talið að áverkar þeirra séu alvarlegir.

Slökkviliðið er enn á staðnum við hreinsunarstarf.

Að sögn varðstjóra hefur mikill erill verið á fyrstu tveimur klukkustundum vaktarinnar með tuttugu og tveimur sjúkraflutningum.

mbl.is