Var með kannabis í tösku í bílnum

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í.

Annar, einnig grunaður um fíkniefnaakstur, reyndist vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Sá þriðji, sem var undir sömu sökina seldur, ók ótryggðri bifreið og voru skráningarmerki fjarlægð af henni.

Þá voru á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra, sem ók á 140 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, var jafnframt grunaður um ölvunarakstur. Sá var með barn í bifreiðinni og var barnaverndarnefnd gert viðvart um málið, að því er lögreglan greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert