Á yfir tvöföldum hámarkshraða

mbl.is/Eggert

Lögreglan svipti tvo ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöldi en þeir óku báðir á meira en tvöföldum hámarkshraða innanbæjar. 

Sá fyrri var stöðvaður í Arnarbakka en hann ók á 64 km/klst. en leyfður hraði er 30 km/klst. Sá síðari var stöðvaður eftir hraðamælingu á Digranesvegi. Mældur hraði 68 km/klst. en leyfður hraði er 30 km/klst.  

Um klukkan 18 í gær var bifreið stöðvuð á Laugavegi og var par í bifreiðinni handtekið grunað um vörslu og sölu fíkniefna. Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum. Parið er vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar í Austurbænum (hverfi 105) í gærkvöldi en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af.

Síðdegis í gær var bifreið stöðvuð á Álftanesvegi og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Annar ökumaður var einnig stöðvaður í Hafnarfirði í nótt grunaður um ölvun við akstur.

mbl.is