Aðbúnaður leikskólakennara verði bættur

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ráðast þarf í aðgerðir til að gera störf leikskólakennara aðlaðandi og eftirsóttari en nú er, og hefjast strax handa af krafti um vor við ráðningar næsta skólaárs. Þetta kemur fram í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, en tölur um ráðningar í stöður kennara voru lagðar fram í borgarráði í dag.

Tölurnar eru frá 16. ágúst, en þá var búið að manna 96% stöðugilda á leikskólum borgarinnar, 98% í grunnskólum en aðeins 78% á frístundaheimilum. Kolbrún segir að deila megi um hvort þetta sé slæmt eða vinunandi í ljósi þess að tíma taki að ná inn fólki. Staðreyndin sé hins vegar sú að borgarmeirihlutinn geti gert betur í þessum málum og óviðunandi sé að biðlistar séu yfirhöfuð í leikskólum.

Kolbrún bendir á að við kjarasamningsgerð sé það Reykjavíkurborg sem marki stefnu samninganefndar sinnar og geti falið henni að koma með tillögur sem verði til þess að gera störfin eftirsóknarverðari. Þannig mætti stytta vinnuviku eða létta á álagi starfsfólks með öðrum leiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert