Ákærðir fyrir að greiða ekki skatt

Meint brot mannanna voru framin fyrir um það bil áratug, …
Meint brot mannanna voru framin fyrir um það bil áratug, en málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir menn hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem varða fyrirtæki sem hét Byggingarfélagið Grettir. Meint brot voru framin fyrir um það bil áratug, en málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.

Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem nam rúmum 16,6 milljónum króna, en um var að ræða fjármagnstekjuskatt af 166,5 milljóna króna arðgreiðslu sem greidd var úr byggingarfélaginu árið 2008 til mannanna tveggja.

Þá er þeim einnig gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattframtölum fyrirtækisins vegna rekstraráranna 2008 og 2009 á lögmæltum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert