Allt að 18 stiga hiti

Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Á morgun lægir enn frekar og er útlit fyrir hæga suðaustlæga eða breytilega átt, skýjað með köflum og dálitlar skúrir á vesturhelmingi landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil rigning um landið austanvert. Bjart að mestu á vesturhelmingi landsins, en stöku skúrir þar síðdegis. Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir á morgun.

Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi í dag, en fyrir norðan á morgun. 

Veðurspá fyrir næstu daga

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu og skúrir, einkum síðdegis. Þurrt á Norðausturlandi. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan. 

Á laugardag:
Breytileg átt 5-13 og rigning austanlands en skúrir um landið vestanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á sunnudag:
Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu, en hægari vindur og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. 

Á mánudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu, talsverðri eða mikilli suðaustanlands en styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið norðaustanvert. 

Á þriðjudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið norðaustanvert. 

Á miðvikudag:
Austlæg átt, rigning eða skúrir sunnanlands en annars úrkomulítið. Hiti 8 til 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert