Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Bólusetning gegn HPV-veirunni kæmi í veg fyrir krabbamein.
Bólusetning gegn HPV-veirunni kæmi í veg fyrir krabbamein. AFP

Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Centers for Disease Control and Prevention. 

HPV-veiran getur leitt til krabbameins jafnt hjá konum og körlum í hálsi, endaþarmsopi, leghálsi, legi, leggöngum og getnaðarlim.  

„Framtíð án krabbameins af völdum HPV er innan seilingar. Hins vegar þarf að grípa til aðgerða til að vekja athygli á mikilvægi þessarar bólusetningar,“ segir Brett Giroir hjá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. 

Mælt er með því að allir sem eru 11 - 12 ára verði bólusettir áður en þessir einstaklinga byrja að stunda kynlíf. Hins vegar hefur orðið lítil fjölgun í bólusetningum hjá 13 - 17 ára á síðustu árum. Aðeins 51% á þessum aldri hefur verið bólusett. Það er um 2% fleiri en voru árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert