Fannst látinn á Litla-Hrauni

Litla-Hraun.
Litla-Hraun. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. 

„Ég get staðfest að vistmaður á Litla-Hrauni fannst látinn við opnun klefa í morgun. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan sér um rannsókn,” segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Aðstandendum hins látna hefur verið tilkynnt um andlátið.

Páll bætir við að um harmleik sé að ræða og að bæði vistmenn og starfsmenn fangelsisins séu harmi slegnir.

mbl.is