Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Drengurinn var nemandi við sérdeild Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Drengurinn var nemandi við sérdeild Fjölbrautaskólans við Ármúla. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. 

Vilmundur Hansen, faðir Freys, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann telur líklegt að sonur hans hafi misst stjórn á skapi sínu seinni daginn líklega vegna öryggisleysis og hafi hent hlutum og látið ófriðlega. „Fyrstu viðbrögð skólans og við eru að tala um sérdeild fyrir fötluð börn eru að reka hann úr skólanum. Ástæðan er að deildin henti honum ekki og að börnin þar séu svo viðkvæm. Þar er verið að tala um í mörgum tilfellum sömu börnin og hann hefur verið með í Öskjuhlíðarskóla í tíu ár.“ Segir Vilmundur í færslu sinni. 

 

mbl.is