Keyrsla á Söndru Rún

Sandra Rún Ágústsdóttir veit margt um ökutæki og kunni vel …
Sandra Rún Ágústsdóttir veit margt um ökutæki og kunni vel við sig í malarflutningum og öðru í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu.

„Þetta hefur verið keyrsla og ég ætla að reyna að púsla vinnu inn í stundatöfluna.“ Bætir við að hún sé staðráðin í að halda áfram að keyra trukk. „Þetta er frábært, það skemmtilegasta sem ég geri.“

Sandra er ekki dæmigerð 21 árs stúlka, ef svo má til orða taka. Hún er með skellinöðrupróf, gerir við bíla og torfæruhjól í frístundum og veit fátt skemmtilegra en að leika sér á torfæruhjóli. En vinnan á hug hennar allan enda byrjaði hún á trukknum nær samstundis og hún fékk skírteini upp á að hafa lokið meiraprófinu í lok apríl. „Þetta var mikilvæg reynsla og allt svo skemmtilegt við vinnuna,“ áréttar hún. Nefnir sérstaklega að hún hafi keyrt trukk á fjallvegum í fyrsta sinn. „Ég „skrapp“ með fiskivagn í Norrænu á Seyðisfirði og kom við á Akranesi á bakaleiðinni til að ná í annan vagn. Ferðin tók um sólarhring og var algjört ævintýri, ég svaf meira að segja í kojunni í bílnum.“

Sjá viðtal við Söndru í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert