Leita leiða til að stytta biðlistana

Leitað er leiða til styttri biðtíma barna sem þurfa á …
Leitað er leiða til styttri biðtíma barna sem þurfa á greiningu að halda.

„Við erum alltaf að endurskoða verkferla og hvernig við getum nýtt fjármagnið betur til þess að stytta óásættanlegan biðlista barna eftir ADHD-greiningu,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Óskar segir þjónustu við börn og foreldra mjög góða en biðin sé vandamál. Þar sé bæði um að ræða greiningu en ekki síður ákveðna meðferð að henni lokinni.

„Vinnuhópur með fulltrúum frá landlækni, BUGL, Greiningarstöð og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum til að leita leiða til styttri biðtíma barna sem þurfa á greiningu að halda,“ segir Óskar og bætir við að umræðan sem nú fari fram hvetji hópinn enn frekar til þess að finna viðeigandi lausn.

Óskar segir að meðal þeirra hugmynda sem ræddar hafi verið sé hvort hægt sé að flytja ákveðnar greiningar inn á heilsugæsluna í samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð. Flytja eitthvað af greiningunum yfir á BUGL eða Greiningarstöð. Einnig sé í skoðun hvort og hvernig aukið fjármagn gæti stytt biðtíma barna sem sannarlega þurfi á hjálp að halda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert