Minni líkur á hlaupi en áður

Ný brú á Múlakvísl.
Ný brú á Múlakvísl.

„Það er enn of snemmt að afskrifa hlaup en það eru minni líkur nú en áður að það verði,“ segir Eyjólfur Magnússon, sérfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans.

Greint var frá því í byrjun júlí að mælingar á Mýrdalsjökli bentu til þess að hlaup gæti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekkert bólar enn á hlaupinu nú sjö vikum síðar og segir Eyjólfur í samtali ví Morgunblaðinu í dag að hreyfingar hafi verið á kötlum í jöklinum í sumar. „Það eru katlar sem hafa hlaupið en skila ekki sérstaklega miklu rennsli,“ segir hann.

Jarðvísindastofnun Háskólans hefur unnið að rannsóknum á sigkötlunum í Mýrdalsjökli síðustu ár. Er þar meðal annars notast við nákvæmar íssjármælingar sem geta sýnt hvort og hve mikið vatn hefur safnast fyrir undir einstökum kötlum. Niðurstöður mælinganna fyrr í sumar þóttu gefa tilefni til að vara almenning við. Þá hafði nægt vatn safnast undir jarðhitakatla í austurhluta Mýrdalsjökuls til að valda heldur stærra hlaupi en komið hafa undanfarin átta ár. Talið var að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð í síðasta hlaupi, árið 2017, en töluvert minna en í stóra hlaupinu árið 2011 þegar brúin yfir þjóðveg 1 eyðilagðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »