Möguleg málshöfðun gegn stjórnendum

mbl.is/Hari

Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW air skoða rétt sinn eftir fyrsta skiptafund WOW. Mögulegt er að látið verði reyna á ábyrgð stjórnenda. Greint er frá þessu í Viðskiptablaðinu í dag.

Riftunar hefur verið krafist á einni greiðslu WOW og sennilegt að fleiri séu í farvatninu. Útilokað er að fé fáist upp í almennar kröfur.

Deloitte tilkynnti skiptastjórum um atvik sem gefa tilefni til rökstudds gruns um refsivert athæfi. Engin tilkynning hefur verið send til saksóknara, segir enn fremur í Viðskiptablaðinu í dag.

mbl.is