Óvenjumikið um minka í borgarlandinu í sumar

Minkur í búri.
Minkur í búri. mbl.is/Björn Jóhann

Óvenjumikið hefur verið um minka í borgarlandinu í sumar að sögn Guðmundar Björnssonar, rekstrarstjóra meindýravarna Reykjavíkurborgar.

Morgunblaðinu barst ábending um mink í Dalseli í Seljahverfi á dögunum, en Guðmundur segir það fátítt að minkar láti sjá sig í íbúðarhverfum. Yfirleitt haldi þeir sig við vötn og ár þótt það komi fyrir að þeir færi sig nær híbýlum manna.

Hvolparnir farnir á stjá

„Það hefur verið óvenjumikið um þá í sumar,“ segir Guðmundur í blaðinu í dag og nefnir að nú séu hvolpar farnir á stjá burt frá læðunum og stundum hætti þeir sér frá kjöraðstæðunum við ár og vötn. „Ef þeir fara frá vötnunum og ánum villast þeir stundum og þá halda þeir bara áfram. Hann gæti þess vegna komið úr Kópavogi. Það er ómögulegt að segja hvaðan þeir koma,“ segir Guðmundur, sem kveðst heldur ekki hafa sérstaka skýringu á fjöldanum í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »