Pysjum fjölgar og stofninn styrkist

Birnir Hólm Bjarnason fór með afa sínum, Ólafi Gíslasyni, að …
Birnir Hólm Bjarnason fór með afa sínum, Ólafi Gíslasyni, að hömrunum vestast á Heimaey og saman komu þeir pysju á flug út á sjóinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið.

Síðustu daga hafa pysjur, sem eru ungar lundans, fundist víða um bæinn, þá ekki síst niðri við höfn, og þaðan er ekki langt í pysjueftirlitið sem er í gömlu Fiskiðjuhúsunum. Þar er sýningin Sea life trust með mjöldrunum víðfrægu, en í einu rými hússins er eftirlitið þar sem pysjurnar eru vegnar og vængmældar af vísindafólki. Að því búnu fá krakkarnir pysjurnar aftur og koma til sjávar, með því að kasta þeim upp í loftið til dæmis við sjávarhamra vestast á Heimaey.

Á hraðri uppleið

„Lundinn hér í Vestmannaeyjum virðist vera að styrkjast, en skortur á sandsíli sem var mikilvæg æta hans var talin ein helsta ástæða þess hve veikt stofninn stóð,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, sem starfar hjá Sea life trust. í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »