Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

Sáð í sand. Menn hafa lært að hemja sand og …
Sáð í sand. Menn hafa lært að hemja sand og sandfok á ýman hátt. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja.

Fjallað er um sandauðnirnar, sandfok og ryk á Íslandi í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins (89. árg., 1.-2. hefti). Höfundar eru dr. Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), Elín Fjóla Þórarinsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, og Fanney Ósk Gísladóttir, lektor við LbhÍ.

Foksandur getur borist langt frá upprunastað og jafnvel myndað tuga kílómetra langar „sandleiðir“. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur að margar sandleiðanna væru vel skilgreindar. „Einna frægust núna er sandleiðin frá svæðinu við Hagavatn og inn á Rótarsand. Hún er yfir 16 kílómetra löng. Trúlega eru tuga kílómetra langar sandleiðir í Ódáðahrauni,“ sagði Ólafur.

Hann segir mikilvægt að finna upptök sandfoks. Oft eru þau við ár sem renna undan jökli. Árnar mynda flæður og hlaða sífellt meiri sandi inn í kerfið. Jökullinn skilar breiðri blöndu af kornastærðum í framburðinum. Fínasta efnið tekur flugið og myndar rykmekki en eftir situr grófari sandur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert