1.000 bombur á 7 mínútum

Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta í Reykjavík sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn.

Kjartan Óli Valsson er skotstjóri Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík og hefur komið að sýningunni undanfarin átta ár. Við fengum hann segja okkur frá umstanginu sem fylgir en sýningin er mikilvægur hluti af fjáröflun hjálparsveitarinnar. 

mbl.is